Hreinsiefnið sem sagt er kraftaverkaefni

mbl.is/Facebook

„Haldiði að ég sé ekki búinn að finna efnið sem tekur hvíta mattann af sturtuglerinu, vaskinum og öllu mögulegu öðru!? Og það er umhverfisvænt! Set smávegis í grófu hliðina á blautum svampi og nudda svo glerið. Og viti menn, glerið fer að glansa. Það getur þurft 2-3 umferðir ef það er mikið."

Þetta segir stórsöngvarinn Bergþór Pálsson á Facebook-síðu sinni um hreinsiefni nokkurt sem hefur hlotið gælunafnið „Bergþórs-sápan“.

Efnið heitir Sturtu-, bað- og flísahreinsir og er framleitt af Mosey ehf. sem hefur aðsetur á Selfossi. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á hreinsivörum gegn myglu og öðrum örverum.

Meðal annars er hægt að fá efnið í Húsasmiðjunni þar sem það er á 25% afslætti.

Færsla Bergþórs hefur vakið mikla eftirtekt á samfélagsmiðlum og rithöfundurinn Jónína Leósdóttir sá sig knúna til að leika þetta eftir sem hún sagði að hefði verið hápunktur helgarinnar.

mbl.is/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert