Jólabakstursgræjan sem allir verða að eignast

mbl.is/

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og ekki seinna vænna en að fara að panta vörur af netinu sem eiga að nýtast við jólabaksturinn. Við rákumst á þessa snilld á dögunum og ætlum að panta eintak. 

Um er að ræða kökukefli með mynstri í sem lætur smákökurnar líta út eins og þær séu keyptar í vönduðu bakaríi eða einhver afskaplega flinkur útskurðarmeistari að norðan hafi hjálpað til. 

Mikilvægt er þó að muna að þetta er ekki kökukefli sem slíkt því fyrst verður að fletja degið út með hefðbundu kefli. Þetta kefli er einungis notað til að gera mynstrið. 

Hægt er að skoða og panta vöruna HÉR.

mbl.is/
mbl.is