Túnfiskur sem tryggir vel heppnað matarboð

Túnfiskur er einstaklega bragðgóður.
Túnfiskur er einstaklega bragðgóður. Árni Sæberg

Þeir sem ekki hafa bragðað ferskan túnfisk eru að fara á mis við mikið í lífinu. Snöggsteiktur eða grillaður túnfiskur er bæði sérlega bragðmikill og einstaklega góður. 

Það að auki er hann bráðhollur en hér er notast við túnfisksteik frá Ópal sjávarfangi sem kemur marinerað og tilbúið á grillið. 

Túnfiskur

Best er að taka túnfiskinn út úr kæli um það bil klukkutima áður en þú grillar hann, þá ætti hann að ná stofuhita fyrir eldun.
Túnfiskurinn er saltaður og skellt á sjóðandi heitt grill, í um það bil 1 mínútu, þá er honum hliðrað til, til þess að fá fallegar grillrendur í hann, grillaður aftur í 30 sekúndur áður en honum er snúið á hina hliðina. Grillaður á hinni hliðinni í um það bil 1 mínútu líka.

Tso‘s-sósa

  • 1 msk. sesamolía
  • 3 meðalstórir hvítlaukar
  • 2 cm engifer – meðalþykkt
  • ½ bolli grænmetissoð
  • ½ bolli soya-sósa
  • 1/3 bolli hrísgrjónaedik
  • ¼ bolli sykur
  • 2 msk. tómatpúrra
  • 2 msk. maisena-mjöl – hrært út í örlítið vatn

Aðferð:

Sesamolían er hituð á meðalhita, hvítlaukurinn og engiferið er skorið agnarsmátt og steikt á pönnunni í um það bil mínútu, hvítlaukurinn á ekki að brúnast. Þá er öllu nema maisena hellt saman við og hækkað á hitanum. Þegar suðan kemur upp er maisena-mjölinu bætt út í. Látið malla þar til hæfilegri þykkt er náð.
Best er að skera túnfiskinn í þunnar sneiðar eins og …
Best er að skera túnfiskinn í þunnar sneiðar eins og á myndunum. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert