Froðulistamaður slær í gegn í Bankastræti

Regnbogalatté heitir drykkurinn og ber nafn með rentu.
Regnbogalatté heitir drykkurinn og ber nafn með rentu. mbl.is/Facebook

Hvað er regnbogalitað, fagurt, heillandi og ákaflega skemmtilegt? Það er hvorki regnbogi né einhyrningur heldar hátíðarkaffibolli Kaffitárs sem er í boði í tilefni Gay Pride, einungis í dag.

Það er froðulistakonan Paula Hładkiewicz sem sér um að töfra fram drykkinn sem er einungis seldur í Bankastrætinu í dag og þykir forkunnarfagur.

Sala drykkjarins hefur farið einstaklega vel af stað og greinilegt að gestir og gangandi kunna vel að meta regnbogalitaðan sopann.

Sérlega litskrúðugur og fagur.
Sérlega litskrúðugur og fagur. mbl.is/Facebook
mbl.is