Ostakúla sem tekur partíið á næsta stig

mbl.is/Albert Eiríksson

Hver elskar ekki ostakúlu? Partíréttur sem hefur haldið uppi stuðinu í íslenskum partíum frá því um miðja síðustu öld. Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Beikonið stendur fyrir sínu eins og alltaf og döðlurnar gefa ævintýralegt bragð.

Það er Albert Eiríksson sem á heiðurinn að uppskriftinni en matarbloggið hans er hægt að nálgast HÉR.

Ostakúla með beikoni, hnetum og döðlum

Ef einhver er í tímaþröng en vill bjóð upp á góðgæt er þessi ostakúla tilvalin. Ef eitthvað er þá verður hún bara betri við að bíða í ísskápnum yfir nótt.

  • 1 ds rjómaostur (400 g) við stofuhita
  • ½ b rifinn bragðmikill ostur, t.d. Tindur
  • 1 gráðaostur
  • 4-5 beikonsneiðar
  • 1 dl saxaður blaðlaukur, graslaukur eða vorlaukur
  • 1 dl saxaðar pekanhnetur
  • ½ dl gojiber
  • 5 döðlur, saxaðar smátt

Steikið beikonið á pönnu, kælið og saxið niður, frekar gróft. Geymið 2 msk. til að nota utan á kúluna.
Setjið rjómaost í skál, bætið við rifnum osti og myljið gráðaostinn milli fingranna saman við. Bætið við beikoni, lauk, hnetum, goji og döðlum. Blandið vel saman. Mótið kúlu, setjið plastfilmu utan um hana og kælið meðan næsta skref er tekið.

Utan á kúluna

  • 1 msk. saxaður blað-, gras- eða vorlaukur
  • 2 msk. saxaðar pekanhnetur
  • 2 msk. gojiber
  • 2 msk. saxað steikt beikon

Blandið öllu saman í skál. Rúllið ostakúlunni upp úr þessu, setjið hana á disk, filmu yfir og geymið í nokkra klukkutíma í ísskáp eða yfir nótt. Berið fram með snittubrauði eða kexi.

mbl.is/Albert Eiríksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert