Svona þrífur þú grillið

Það er alls ekki flókið né kostnaðarsamt að þrífa grillið.
Það er alls ekki flókið né kostnaðarsamt að þrífa grillið. mbl.is/

Hver elskar ekki góðan grillmat og hver elskar þó aðeins minna að þurfa þrífa grillið? Að þrífa grillið þarf samt ekki að vera neitt vandamál því það er svo sáraeinfalt í framkvæmd og engin kemísk efni standa þar á bak við. Eina sem þú þarft í þessa „aðgerð“ er sítróna, salt, hnífur og klútur og oftar en ekki er þetta allt til á heimilinu.

Aðferð:

  1. Skerið sítrónu til helminga, langsum, og saltið vel.
  2. Notið því næst sítrónuna eins og svamp og nuddið grindina á grillinu.
  3. Takið klút og bleytið með heitu vatni og strjúkið yfir grindina. Notið þurran klút til að þurrka yfir.
  4. Til hamingju með hreina grillið þitt sem er tilbúið fyrir næstu steik.
Skerið sítrónu til helminga, stráið salti yfir og notið sem …
Skerið sítrónu til helminga, stráið salti yfir og notið sem skrúbb. mbl.is/Michelle Mockler
mbl.is