Vatnsmelónupizza með bræddu súkkulaði

Vatnsmelónupizza með berjum og súkkulaði.
Vatnsmelónupizza með berjum og súkkulaði. mbl.is/Martin Dyrløv

Pizza er ekki bara pizza því hér kynnum við til leiks vatnsmelónupizzu. Þessi á klárlega eftir að koma heimilisfólkinu á óvart í sunnudagsbrönsinum eða sem litríkur eftirréttur. Uppskriftin er fengin úr bókinni „Plantemad“ eftir Mia Gardum, en bókin er hugsuð fyrir þá sem vilja borða meira af grænmeti. Við erum nokkuð viss um að þessi pizza muni slá í gegn hjá flestum sem vilja prófa eitthvað nýtt.

Vatnsmelónupizza (fyrir 4)

  • 1 skífa af vatnsmelónu
  • Handfylli af jarðarberjum
  • Handfylli af brómberjum
  • Handfylli af myntu
  • 50 g dökkt súkkulaði

Aðferð:

  1. Skerið stóra skífu af vatnsmelónunni (úr miðjunni þar sem hún er þykkust).
  2. Skerið jarðarber, brómber og myntu og dreifið yfir melónuna.
  3. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og skreytið pizzuna. Skerið í sneiðar og njótið.  
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert