Gamli góði kjúllinn og kartöflur

Kjúklingur og kartöflur í eitt fat, réttur sem klikkar ekki.
Kjúklingur og kartöflur í eitt fat, réttur sem klikkar ekki. mbl.is/Wichmann+Bendtsen

Hinn klassíski kjúklingur sem fannst víða á borðum hér á áttunda áratugnum má hreinlega ekki gleymast. Kjúklingur er nefnilega hollur og ódýr og umfram allt þægilegur að elda, sérstaklega þegar allt fer í eitt fat og borið þannig á borð. Stundum þurfa hlutirnir ekkert að vera flóknir.

Gamli góði kjúllinn og kartöflur

 • 1 kg nýjar kartöflur
 • Salt og pipar
 • 1 stór kjúklingur, sirka 1.300 – 1.600 g
 • Ólífuolía
 • Safi af einni sítrónu
 • 2 msk. þurrkað oreganó
 • 2 msk. þurrkað timían

Salat:

 • 1 poki af blönduðu salati
 • ½ dl ólífuolía
 • 3 msk. balsamik hvítt
 • Salt og pipar
 • 1 búnt af steinselju

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 180°. Þvoið kartöflurnar og setjið í stórt eldfast mót. Ef kartöflurnar eru stórar má skera þær til helminga. Kryddið með salti og pipar.
 2. Klippið kjúklinginn til helminga og leggið í eldfasta mótið. Kryddið með ólífuolíu, sítrónusafa, oreganó, timían, salti og pipar. Steikið í ofninum í 55 mínútur.
 3. Skolið salatið og þurrkið. Blandið ólífuolíu saman við balsamikið, saltið og piprið og hellið því næst yfir salatið. Skerið persilluna smátt og dreifið yfir kjúklinginn og restinni yfir salatið.
mbl.is