Pastellituð viðbót í eldhúsið frá IKEA

Nýjir diskar og skálar frá IKEA í fallegum pasteltónum.
Nýjir diskar og skálar frá IKEA í fallegum pasteltónum. mbl.is/IKEA

IKEA lætur sjaldan sitt eftir liggja og kemur hér með stílhreina og smekklega viðbót í eldhúsið. Postulínsdiskar og -skálar undir nafninu MORGONTE voru að lenda í verslunum IKEA í vikunni. Vörurnar eru  í fallegum pastellitum, gráu, bláu og grænu sem tóna einstaklega vel saman. Síðan staflast þetta svo vel og tekur lítið pláss í skápunum – svona eins og IKEA einu er lagið.

mbl.is/IKEA
mbl.is