Svona fjarlægir þú eggjaskurn úr deigi

mbl.is/Isabellas

Við höfum öll lent í því að fá eggjaskurn í deigið, reynum að veiða hana upp með skeið eða öðru og skurnin felur sig bara dýpra í því sem á að verða ljúffeng kaka. Getur verið pirrandi því enginn vill bera fram ljúffengar kræsingar og vita til þess að í einhverri sneiðinni muni skurnin koma í ljós.

En við erum með lausnina sem mun hjálpa þér þegar, já þegar, þú færð næst skurn í deigið. Þú einfaldlega bleytir á þér fingurinn og dýfir honum niður þar sem skurnin er og „voila“ – þú nærð skurninni upp án vandræða. Einfalt ráð sem virkar.

Einfalt trix til að ná upp eggjaskurn er að bleyta ...
Einfalt trix til að ná upp eggjaskurn er að bleyta fingurinn. mbl.is/Isabellas
mbl.is