Lúffengur kjúklingur í kókos-karrý

Kjúlli í kókos-karrý gefur manni vatn í munninn.
Kjúlli í kókos-karrý gefur manni vatn í munninn. mbl.is/Winnie Methmann

Settu kjúkling í kókos-karrý á matseðil vikunnar og það má búast við því að allir við matarborðið verði með bros á vör. Hér kemur ein girnileg uppskrift sem er þess verð að prófa.

Kjúklingur í kókos-karrý

  • 1 heill kjúklingur
  • Salt og pipar
  • 1 msk kókosolía til að steikja upp úr
  • 2 litlir laukar
  • 1 cm af fersku engifer
  • 3 stórir hvítlaukar
  • 2 gulrætur
  • 2 rauðar papríkur
  • 2 msk karrý
  • 2 dósir af kókosmjólk
  • Safi úr ½ lime
  • 4 dl hrísgrjón

Berið fram með:

  • 1 epli
  • 1 rautt chili
  • ½ lime
  • Handfylli af fersku kóríander
  • Ristaðar kókosflögur

Aðferð:

  1. Klippið kjúklinginn niður og kryddið með salti og pipar. Brúnið kjúklinginn á stórri pönnu upp úr kókosolíu.
  2. Saxið laukinn fínt og rífið niður engifer og hvítlauk. Leggið kjúklinginn til hliðar og steikið lauk, engifer og hvítlauk upp úr feitinni á pönnunni þar til laukurinn er tilbúinn.
  3. Skrælið gulrætur og skerið í teninga. Skerið papríkur í skífur. Blandið gulrótum og papríkum upp úr karrý og steikið á pönnunni. Bætið þá kókosmjólkinni út í. Því næst kemur kjúklingurinn á pönnuna og rétturinn er látinn malla í 30 mínútur. Smakkið til með lime safa, salti og pipar.
  4. Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
  5. Skerið eplið í litla teninga. Hreinsið chili og skerið í skífur, skerið einnig lime í skífur. Berið réttinn fram með hrísgrjónum, eplabitum, chili, lime, kóríander og kókosflögum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert