Smjördeigssnittur með marsipani og plómum

Smjördeigssnittur með marsipani og plómum.
Smjördeigssnittur með marsipani og plómum. mbl.is/spisbedre

Smjördeigssnittur eru fljótlegar og einfaldar í framkvæmd og tilvaldar í kaffitímann. Þessar eru með marsipani og plómum, en við mælum einnig með að bera fram vanilluís með snittunum – það mun aldrei skemma fyrir.

Smjördeigssnittur með marsipani og plómum

  • 300 g smjördeig
  • 150 g marsipan
  • 6 plómur
  • 1 tsk. vanilluduft
  • 2 msk. hunang
  • 1 eggjarauða til að pensla
  • 50 g möndluflögur

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 175°. Skerið smjördeigið í 12 ferninga og leggið á bökunarpappír á bökunarplötu.
  2. Rífið marsipanið gróft niður með rifjárni og dreifið jafnt yfir smjördeigið, en leyfið köntunum að halda sér.
  3. Skolið plómurnar og skerið niður í þunnar sneiðar. Leggið þær í skál og veltið þeim upp úr vanilludufti og hunangi. Dreifið sneiðunum ofan á marsipanið.
  4. Penslið kantana með eggjarauðu og dreifið möndluflögunum yfir.
  5. Bakið smjördeigssnitturnar í ofni í 15-20 mínútur, þar til kantarnir eru orðnir fallega gylltir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert