Heimagerðar rjómakaramellur með lakkrís

Mjúkar rjómakaramellur með lakkrís á auðveldasta máta.
Mjúkar rjómakaramellur með lakkrís á auðveldasta máta. mbl.is/Inge Skovdal

Það er erfitt að standast rjómakaramellur og þá sérstaklega ef þær innihalda lakkrís. Auðveldasta uppskrift að slíkum karamellum er fundin og er hún hér. Það eina sem þú þarft að gera er að setja hráefnin í skál og örbylgjuofninn sér um restina. Ekki annað hægt en að prófa.

Mjúkar rjómakaramellur með lakkrís (20-30 stk.)

  • 1 dl rjómi
  • ½ dl dökkt síróp
  • 2 msk. glúkósi
  • ½ dl sykur
  • 1 msk. lakkrísduft
  • 3 msk. flórsykur (notað seinast til skrauts)

Aðferð:

  1. Blandið öllu nema flórsykrinum í stóra skál sem passar í örbylgjuofninn. Blandan getur flætt upp fyrir, svo eins stóra skál og mögulegt er.
  2. Hitið í örbylgju í 5 mínútur við 700 W, hrærið og bætið við öðrum 2 mínútum.
  3. Hellið karamellumassanum í ferhyrnt form klætt bökunarpappír og látið kólna. Skerið karamelluna í minni bita og dreifið flórsykri yfir (veltið bitunum upp úr flórsykrinum).
  4. Karamellurnar geymast best í lokuðu íláti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert