Einfaldasta helgarsteikin

Þessi steik er alveg hreint til fyrirmyndar.
Þessi steik er alveg hreint til fyrirmyndar. mbl.is/Bon Appetit

Undirrituð hefur ekki farið leynt með ást sína á "flank"-steik en víða erlendis er þessi steik afar vinsæl en hefur reynst erfitt að fá hana hér á landi. Hins vegar er hún nánast alltaf til í Costco og á einhverjum tímapunkti var hún fáanleg í Búrinu.

Hér gefur að líta uppskrift að mögulega einföldustu helgarsteik í heimi. Undirbúningurinn tekur engan tíma, eldunin sáralítinn og útkoman er engu að síður framúrskarandi. 

Einfaldasta helgarsteikin

  • Skerið 500 gramma steik í fjóra bita (eða eins og þið viljið hafa þá – sjálf grilla ég þessa steik alltaf í heilu lagi og sneiði svo í þunnar sneiðar að hvíld lokinni).
  • Kryddið með salti og pipar.
  • Grillið á meðal-háum hita í fjórar mínútur á hvorri hlið. 
  • Látið kjötið hvíla í fimm mínútur. 
  • Skerið í þunnar sneiðar og berið fram. 

Heimild: Bon Appetit

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert