Smjördeigssnúðar með pestó

Auðveldir smjördeigssnúðar með pesto.
Auðveldir smjördeigssnúðar með pesto. mbl.is/Columbus Leth

Ostur, pestó og smjördeig – það gerist varla betra. Smjördeigssnúðar með pestó gefa okkur vatn í munninn og þessir eru einfaldir í framkvæmd. Ekta bakkelsi til að koma einhverjum á óvart.  

Smjördeigssnúðar með pestó (8-10 stk.)

 • 1 rúlla smjördeig
 • 50 g furuhnetur
 • 2 stórir hvítlaukar
 • 75 g parmesan-ostur
 • Handfylli af basilikum
 • 1 dl ólífuolía
 • 1 msk. balsamik edik
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 180° og takið smjördeigið úr kæli. Ristið furuhneturnar á pönnu.
 2. Blandið 2/3 af furuhnetunum saman við hvítlaukinn, því næst 2/3 af parmesan ostinum, basiliku, olíu, ediki, salti og pipar og setjið allt í blandara eða töfrasprota – blandið þar til þið fáið pestóblöndu.
 3. Smyrjið pestóinu jafnt á smjördegið og dreifið restinni af furuhnetunum yfir. Rúllið saman eins og rúllutertu og skerið í sneiðar, um 2-3 cm þykkar. Leggið á bökunarplötu með bökunarpappír undir. Ýtið aðeins á snúðana svo þeir verði pínu flatir.
 4. Stráið parmesan-ostinum yfir snúðana og bakið í 12-13 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gylltur.
mbl.is