Drykkur sem ærir skilningavitin

Ásdís Ásgeirsdóttir
Ef þú ætlar á annað borð að skella í kokteil mælum við með að þú reynir við þennan enda er hann vís til að rugla svo ærlega í hausnum á þér og bragðlaukunum að þú munt seint bíða þess bætur... eða þannig. 
Mögnuð bragðsamsetning sem ærir skilningavitin... og að sjálfsögðu úr smiðju Slippsins í Vestmannaeyjum.
Hvannar- og brennivínskokteill
  • 3 cl brennivín
  • knippi af ferskri hvönn
  • 6 cl Kombuca (gott að nota hvannarkombucha, annars venjulegt)
  • smá tónik
  • nýmalaður pipar

Merjið hvönn með þjappara og setjið í glas og fyllið svo glasið með klökum. Hellið næst í glasið brennivíni, kombucha og tónik. Piprið. Skreytið með enn meiri hvönn!

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert