Nautatartar úr eldhúsi Slippsins

Nautatartar Slippsins.
Nautatartar Slippsins. Ásdís Ásgeirsdóttir

Ef það á að skella í góðan tartar er ekki verra að hann sé úr smiðju meistaranna á Slippnum í Vestmannaeyjum. Uppskriftin er spennandi og algjörlega skotheld. Njótið vel!

Nautatartar

Fyrir 4
  • 300 g nautavöðvi, gott er að nota nautainnanlæri
  • 20 ml Jómfrúarrepjuolía
  • 10 ml fiskisósa
  • ½ skalotlaukur, saxaður fínt

Skerið kjötið smátt og blandið saman við hin hráefnin.

Piparrótarkrem

  • 100 g 18% sýrður rjómi
  • rifinn börkur af hálfri sítrónu
  • 20 g piparrót, rifin
  • 5 g af hunangi

Allt hrært saman og kryddað með salti og sítrónusafa.

Rauðrófu & ylliblómagljái

  • 500 ml rauðrófusafi
  • 50 ml ylliblómasíróp
  • 50 ml eplaedik
  • salt

Setjið allt í pott og sjóðið niður um helming. Hrærið því svo saman ásamt 30 ml af Jómfrúarrepjuolíu.

Fennel kex

  • brick-deig
  • ein eggjahvíta
  • sjávarsalt
  • mulin fennelfræ

Pennslið brick-deig með einni eggjahvítu og kryddið með sjávarsalti og muldum fennelfræjum. Bakið við 165°C þar til gullinbrúnt.

Makademía hnetur

Ristið lúku af hnetum við vægan hita á þurri pönnu. Hægt er að nota aðrar hnetur eða fræ.

Setjið ferskan garðakarsa með, en einnig er hægt að nota annan karsa eða kryddjurtir.

Raðið þessu saman fallega á disk og berið fram.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert