Núðlusalat með nautakjöti og dressingu sem rífur í

Núðlusalat með nautakjöti fyrir bragðlaukana.
Núðlusalat með nautakjöti fyrir bragðlaukana. mbl.is/Nina Malling

Þetta salat er bæði ferskt og „spicy“ svo það rífur í. Hér má einnig nota kjúkling eða risarækjur sem er eflaust mjög gott, en þessi uppskrift er með nautakjöti.

Núðlusalat með nautaskífum og dressingu sem rífur í (fyrir 4)

  • 4 nautakjötssneiðar
  • Ólífuolía til að steikja upp úr
  • 2 þroskuð avocado
  • 1 búnt kóríander
  • 200 g núðlur
  • ½ hvítkál
  • 4 gulrætur
  • 200 g frosnar edamame-baunir, án belgs

Dressing:

  • ½ cm biti af engifer
  • 2-3 feitir hvítlaukar
  • 2 msk. hunang
  • ½ dl sojasósa
  • ½ dl sesam- eða ólífuolía
  • Safi úr ½ lime
  • 1 tsk. sambal oelek (chilimauk)

Aðferð:

  1. Dressing: Flysjið og rífið engifer og hvítlauk, hrærið saman við restina af hráefnunum sem tilheyra dressingunni.
  2. Sjóðið núðlur samkvæmt leiðbeiningum og skolið í köldu vatni svo þær klístri ekki saman. Skerið hvítkál í langa en þunna strimla. Skerið einnig gulrætur í þunna strimla.
  3. Hellið sjóðandi vatni yfir edamame-baunirnar í skál svo þær þorni. Blandið hvítkáli, gulrótum, edamame-baunum og núðlum í skál og hellið dressingunni yfir.
  4. Steikið kjötið upp úr olíu á pönnu í sirka 3 mínútur á hvorri hlið og skerið í þunnar skífur.
  5. Skerið avocado í skífur og hakkið kóríander gróft. Dreifið kjöti, avocado og kóríander á salatið og berið fram strax.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert