Uppáhaldsmatur Meghan Markle

AFP

Öll elskum við Meghan Markle – ekki síst eftir að hún giftist Harry Bretaprins og heillaði heimsbyggðina með almennum elskulegheitum og góðum smekk.

Markle greindi frá því í viðtali við Delish hvað hún elskar að borða og þar kennir ýmissa grasa.

Uppáhaldseftirrétturinn hennar er vín. Franskar og vín eru uppáhaldsmaturinn hennar. Hún segist glöð fórna súkkulaðieftirrétti fyrir gott rauðvínsglas. Tignanello er í sérlegu uppáhaldi hjá henni. Svo miklu reyndar að hún nefndi heimasíðuna sína The Tig í höfuðið á því. Hún elskar einnig argentínskt Malbec, franskt Cabernet og Pinot noir frá Oregon. Þegar veðrið er gott er samt rósavín í uppáhaldi.

Hún drekkur heitt vatn með sítrónu á morgnana. Í kjölfarið fær hún sér hafragraut með bönunum og agave-sírópi og í hádeginu er það salat með einhverju próteini. Síðan er það epli með möndlusmjöri og í kvöldmat er pastað í uppáhaldi með góðu vínglasi.

Hún elskar frankar. Markle segist elska að panta franskar á veitingastöðum og deila með vinum.

Grænn djús er nauðsynlegur en ekki góður. Markle drekkur reglulega grænan djús en segist ekki hrifin af bragðinu.

Pad thai er einnig í uppáhaldi.

Hún er frábær grillari. Að eigin sögn er hún afbragðs grillari og elskar að grilla steikur. Þegar steikurnar eru komnar af grillinu kreistir hún sítrónu yfir. Hún segir að enginn finni sjálft sítrónubragðið en steikin bragðist engu að síður betur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert