Haustjógúrtin kemur í verslanir í dag

Aðdáendur bláberjajógúrtarinnar frá Örnu geta tekið gleði sína þar sem von er á fyrstu krukkunum í verslanir í dag. Bláberjajógúrtin ber nafnið haustafurð með rentu þar sem hún er framleidd úr íslenskum aðalbláberjum og er eingöngu í boði fram í nóvember eða á meðan birgðir endast.  Að sögn Örnu Maríu Hálfdánardóttur, sölu- og markaðsstjóra Örnu, hafa heimtur á bláberjum farið rólega af stað. „V

ið gerum ráð fyrir að það aukist eftir því sem líður á mánuðinn en berjasprettan er seinna á ferðinni en áður,“ segir Arna María enda hefur tíðin verið fremur slöpp víða um land í sumar. 

Arna María segir mikla tilhlökkun fylgja haustjógúrtinni en þetta er þriðja árið sem varan er framleidd. „Viðtökurnar hafa verið vonum framar og það virðist almenn ánægja með vöruna hjá neytendum sem við erum vitanlega mjög ánægð með.“


„Það sem gerir haustjógúrtið sérstakt er að það er framleitt úr íslenskum aðalbláberjum og bragðið sérstaklega ferskt og gott. Varan er árstíðarbundin, pökkuð í fallegar glerkrukkur og fæst bara í takmarkaðan tíma á haustin og helst í hendur við berjasprettu. Það má segja að hér sé haustið fáanlegt í 230 g glerkrukkum. Okkur hafði lengi langað að gera eitthvað úr berjunum sem flæða um fjallshlíðarnar hér í kringum okkur og erum við ótrúlega ánægð með útkomuna.“
mbl.is