Kjötbollurnar sem klikka aldrei

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Kjötbollur njóta mikilla vinsælda enda afskaplega auðveldur og góður matur. Til er sú uppskrift sem gengið hefur manna á milli í áratugi og nýtur alltaf jafnmikilla vinsælda. 

Hér er það Svava Gunnars á Ljúfmeti & lekkerheit sem galdrar fram gömlu góðu bollurnar en sjálf segist hún gera þær ögn stærri en gengur og gerist en þær voru jafnframt vinsælar sem pinnamatur. Svava segist bera þær fram með kartöflumús, sósu og sultu. 

Hún hrúgi einfaldlega öllum hráefnunum í hrærivélina og vinni þau snögglega saman. Síðan taki hún ískúluskeið og þá verði allar bollurnar jafnstórar. 

Kjötbollur með púrrulaukssúpu og Ritz-kexi

  • 1 kg nautahakk (eða 500 g nautahakk og 500 g svínahakk)
  • 2 egg
  • 1 bréf púrrulaukssúpa
  • 1 pakki Ritz-kex (fínmulið)

Hrærið allt saman og mótið kjötbollur. Bakið við 180° í 15 mínútur.

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir
mbl.is