Vikumatseðillinn er mættur

mbl.is/Bev Cooks

Það er komið að matseðli vikunnar og þar kennir ýmissa grasa og ætti seðillinn að tóna vel við lundarfar landans, veðrið og þá staðreynd að flest erum við að skipta um gír þessi dægrin með tilheyrandi umstangi og átaki. 

Það er því nauðsynlegt að hafa seðilinn í hollari kantinum án þess þó að missa sig enda þurfum við örlítinn aðlögunartíma. Eins verður að hafa í huga að veðrið er ekki upp á marga fiska þannig að hér gefur að líta vandlega útpældan vikuseðil.

Mánudagur:

Þessi réttur kemur úr smiðju Svövu Gunnars og er algjör negla!

Þriðjudagur:

Hver elskar ekki góðan kjúklingarétt, hvað þá ef hann er með karrý? Þessi réttur er algjör negla enda bæði hollur og sérlega bragðgóður. Að auki hleypir hann smá hita í kroppinn. 

Miðvikudagur:

Þessi er í miklu uppáhaldi. Hægt er að nota rækjur enda standa þær alltaf fyrir sínu en svo er auðvitað hægt að skipta þeim út fyrir annað hráefni. 

Fimmtudagur:

Í dag er klárlega lasagna-dagur og þessi uppskrift svíkur engan. 

Föstudagur:

Það er fööössssari eins og einhver myndi segja og það þýðir pítsa!

Laugardagur:

Látum malla í pottunum í dag. Þessi réttur á einkar vel við. 

Sunnudagur:

Endum vikuna á góðu pasta sem gerir allt betra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert