Heimsins besta “djúpsteikta” rauðspretta

Dásemdar rauðspretta að hætti Ásu.
Dásemdar rauðspretta að hætti Ásu. mbl.is/Instagram

Ása Regins er enginn aukvisi þegar kemur að eldamennsku og hér matreiðir hún rauðsprettu sem að hún fullyrðir að sé sú besta í heimi. Hægt er að sjá Ásu matreiða réttinn inn á Instagram en hægt er að finna hana HÉR.

Heimsins besta “djúpsteikta” rauðspretta

  • Rauðspretta (þú ákveður hversu mikið þú telur þig þurfa)
  • OLIFA steikingarolía
  • Sjávarsalt

Aðferð:

Byrjaðu á að þurrka flakið vel með eldhúspappír.

Veltu fiskinum upp úr hveiti.

Hitaðu vel af steikingarolíunni frá OLIFA á pönnu, þannig að olían fljóti að mestu yfir fiskinn. Þegar olían er orðin heit legguru fiskinn (roðið niður) í olíuna og steikir “roðhliðina” í sirka tvær mínútur.

Svo snýrðu fiskinum við og steikir hina hliðina í u.þ.b tvær mínútur. Að lokum tekur þú fiskinn upp úr olíunni og leggur hann á þrjú lög af eldhúspappír (sem dregur alla umfram fitu í sig) og saltar með góðu salti.

Svona gerir þú svo bara koll af kolli þangað til allir hafa fengið sinn fisk en þess ber að geta að sama olían er alltaf notuð, þ.e það þarf ekki að setja nýja olíu á pönnuna fyrir hvert stykki.

Að lokum berðu rauðsprettuna fram með niðurskorinni sítrónu svo matargestir geti sjálfir kreist yfir. Ég þori að veðja að þetta er hollasti, besti og einfaldasti djúpsteikti fiskur JARÐAR! Rauðsprettuna fékk ég í Hafinu fiskverslun og þar fæst steikingarolían einnig. 

Hér situr Ása (t.v.) ásamt eiginmanni sínum Emil Hallfreðssyni, knattpsyrnumeistara …
Hér situr Ása (t.v.) ásamt eiginmanni sínum Emil Hallfreðssyni, knattpsyrnumeistara í góðum félagsskap á Ítalíu þar sem þau búa. mbl.is/Instagram
mbl.is