Einfaldur thai-réttur með kjúklingi og kasjúhnetum

Bragðgóður heimagerður skyndibiti, thai-réttur með kjúkling og kasjúhnetum.
Bragðgóður heimagerður skyndibiti, thai-réttur með kjúkling og kasjúhnetum. mbl.is/iForm

Gerðu þinn eigin thai-skyndibita heima með einfaldri en bragðgóðri uppskrift. Hér er réttur með heilhveiti núðlum, kjúklingi og kasjúhnetum sem setja alltaf punktinn yfir i-ið, hvar sem þær lenda.

Einfaldur thai-réttur með kjúklingi og kasjúhnetum (fyrir 2)

  • 1 skallotlaukur
  • 6 skífur af engifer
  • 1 stöng sítrónugras
  • 4 tsk. ólífuolía
  • 2 tsk. karrý
  • 2 dl grænmetiskraftur
  • 2 kjúklingabringur
  • ½ eggaldin
  • 2 msk. fiskisósa
  • 2 tsk. ostrusósa
  • 2 msk. sojasósa
  • 4 vorlaukar
  • 1½ dl kókosmjólk
  • Blaðkál eða ½ hvítkál
  • 14 kasjúhnetur
  • 70 g heilhveitinúðlur
  • Svartur pipar
  • 2 greinar af fersku kóríander

Aðferð:

  1. Skerið lauk, engifer og sítrónugras fínt og steikið upp úr ólífuolíu í potti, þar til það verður mjúkt. Bætið þá karrý og grænmetiskrafti við.
  2. Skerið kjúklinginn í þunnar skífur og eggaldin í teninga og setjið í pottinn ásamt fiski-, ostru- og sojasósu.
  3. Skerið vorlaukinn í skífur og bætið í pottinn ásamt kókosmjólkinni. Hrærið í og leyfið að malla.
  4. Skerið kálið í breiða strimla og setjið út í pottinn.
  5. Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum, hellið vatninu af og bætið núðlunum í pottinn.
  6. Ristið hneturnar á þurri pönnu og því næst út í réttinn.
  7. Smakkið til með fiskisósu og pipar og fersku kryddjurtunum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert