„Pulled chicken“ sem allir elska

Rifinn kjúlli að hætti Berglindar Guðmunds.
Rifinn kjúlli að hætti Berglindar Guðmunds. mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Þetta er ein af þessum vandræðalega skotheldu uppskriftum sem allir elska. Og það er gott, við elskum uppskriftir sem eru allra þar sem það er fátt meira svekkjandi en barn sem brestur í grát í upphafi máltíðar þar sem maturinn sé ekki góður. Ég er nokkuð viss um að Berglind lendir aldrei í þessu!

Matarblogg Berglindar – Gulur, rauður, grænn og salt! er hægt að nálgast HÉR.

„Pulled chicken“

Fyrir 4

 • 600 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry
 • 4 dl vatn
 • 1 msk. kjúklingakraftur, t.d. frá Oscars
 • 3 tsk. reykt paprika
 • 1 tsk. cumin (ath ekki kúmen)
 • 1/2 tsk. kóríanderkrydd
 • 1/2 tsk. cayenne-pipar
 • salt og pipar

Aðferð:

 1. Hellið vatni í pott og hitið. Látið kjúklingakraftinn út í. Þegar teningurinn er uppleystur bætið þá hinum kryddunum saman við.
 2. Skerið kjúklingabringurnar í tvennt langsum og setjið út í pottinn. Látið lok á pottinn og leyfið að malla í 25 mínútur.
 3. Takið kjúklinginn úr pottinum og rífið hann niður með tveimur göfflum.
 4. Berið fram í hamborgarabrauði, vefju, með salati eða því sem hugurinn girnist.
mbl.is