Fuglastríð Tobbu vannst – uppskeran þó heldur rýr

Tobba Marínós deyr seint ráðalaus.
Tobba Marínós deyr seint ráðalaus.

Fuglastríði Tobbu er lokið að sinni og hefur uppskeran náðst í hús. Heldur þóttu heimtur lélegar en afraksturinn var ekki jafnmikill og vonir stóðu til. Að sögn Tobbu hefði hún þó gjarnan vilja vita að það væri ekkert mál að tína berin græn þar sem þau verði samt sem áður rauð. 

„Það hefði sparað mér mikið vesen því þá hefði ég getað tínt þau fyrr. Samt verð ég að viðurkenna að þetta var ansi mikið vesen fyrir þrjár krukkur,“ segir Tobba skellihlæjandi. Undir það síðasta voru fuglarnir orðnir svo ágengir að þeir fóru ekki einu sinni þegar ég reyndi að fæla þá burt. Þeir voru bara með dólgslæti og héldu partý.“

Afraksturinn var eins og áður segir heldur rýr en velunnarar Tobbu hafa verið duglegir við að tína ber handa henni undanfarna daga og á hún von á einhverjum aukaberjum svo sultugerðin geti haldið áfram. 

Tobba leggur jafnframt áherslu á að fólk muni eftir að sjóða krukkurnar fyrir notkun enda geti það skipt sköpum þegar kemur að varðveislu sultunnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert