Segir kjötátið hafa læknað gigt og bætt geðheilsuna

Mikhaila Peterson borðar eingöngu kjöt og segir það hafa gjörbreytt …
Mikhaila Peterson borðar eingöngu kjöt og segir það hafa gjörbreytt lífi sínu til hins betra. mbl.is/Instagram

Matarbloggarinn Mikhaila Peterson hefur farið mikinn í fjölmiðlum undanfarin misseri vegna fullyrðinga sinna um ágæti þess að borða eingöngu kjöt. Hún er kjötæta fram í fingurgóma og innbyrðir 1,5 kíló af kjöti á dag sem hún segir að hafi gert kraftaverk. 

Hún sé í dag bæði laus við gigt sem hún hafði þjáðst af frá barnsaldri auk þess sem henni líði mun betur á líkama á sál. Mikhaila á lítið barn sem hún gefur eingöngu kjöt og mjólk.

Þess má geta að hún er dóttir Jordan Peterson sem var staddur hér á landi nýverið en uppselt var á fyrirlestur hans í Hörpunni. Fullyrðir Mikhaila að faðir hennar sé á sama mataræði og sé sannfærður um ágæti þess. 

Næringarfræðingar eru þó ekki á eitt sáttir við fullyrðingar Peterson um ágæti þess að nærast eingöngu á kjöti og vilja meina að nauðsynlegt sé að hafa mataræðið mun fjölbreyttara. 

Hægt er að nálgast heimasíðu Mikhaila Peterson HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert