Brotnar skurnin í þúsund mola?

Hver kannast ekki við að ætla að taka utan af eggi og stað þess að skurnin komi af í stórum bitum þá brotnar hún í ótal bita?

Til er einfalt húsráð gegn þessu. Settu teskeið af salti út í sjóðandi vatnið áður en þú setur eggin ofan í vatnið. Eins hvetjum við þig til að nota hefðbundið borðsalt í stað fína sjávarsaltsins eða forláta Himalaya-saltsins. Slíkt er fljótt að vinda upp á sig í kostnaði. 

AFP
mbl.is