Grænmetið sem allir eru hættir að hata

Hér sést Ása Regins matreiða rósakál.
Hér sést Ása Regins matreiða rósakál. mbl.is/Ása Regins/Instagram

Til er það grænmeti sem trónað hefur á toppi óvinsældalistans um áratuga skeið. Grænmeti þetta þótti afar gamaldags og óspennandi á bragðið enda var það oftar en ekki bara soðið í vatni og borið fram þannig. 

En nú hefur gæfan snúist rósakálinu í hag og hver lífstílsstjarnan á fætur annarri dásamar það nú og mælir með því í hvert mál. 

Mesta athygli hefur þó Ása Regins vakið en myndin hér að ofan er frá henni komin og fullyrða vinir hennar að þessi matreiðsla á rósakáli sé með því besta sem til er. 

Ofnbakað rósakál

  • Skolið rósakálið vel og skerið til helmingja. 
  • Setjið í skál og þekið vel með BIO, parmesan og salti. 
  • Dreifið vel úr því í eldfast mót eða á bökunarpappír á ofnplötu og bakið í ofni við 180 gráður uns bakað í gegn. 

Flóknara er það ekki og við hvetjum ykkur óspart til að prófa rósakál en best er það með olíu/smjöri og sjávarsalti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert