Fáðu fullkomin harðsoðin egg – án þess að sjóða eggin

Egg eru prótínrík.
Egg eru prótínrík. mbl.is/Thinkstockphotos

Nú reka eflaust margir upp stór augu enda hafa sjálfsagt ekki margir pælt mikið í því hvernig best sé að fá harðsoðin egg án þess að sjóða þau. Það felst jú nefnilega í nafninu á þeim að þau séu soðin.

En segjum sem svo að þú þurfir að elda óheyrilegan fjölda eggja eða hafir ekki aðgang að vatni þá dugar þessi aðferð vel og gott betur. 

Hitaðu bakarofninn í 160 gráður og settu egg (við stofuhita) í bollakökuform (þið vitið – svona skúffu með mörgum hólfum í). Eitt egg á að fara í hvert hólf. Bakið í 30 mínútur og látið eggin kólna áður en þið takið utan af þeim. 

Flóknara er það nú ekki og hægt er að „baka“ ansi mörg egg í einu með þessum hætti sem ætti að spara töluverða orku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert