Mjúk bananakaka með kakóskyrkremi

mbl.is/iForm

Þegar þig þyrstir í eitthvað sætt með fullt af kaloríum en samviskan á öxlinni segir þér annað – þá er þetta kakan fyrir þig.

Bananakaka með kakóskyrkremi (fyrir 8)

  • 3 þroskaðir stórir bananar
  • 2 egg
  • 1 dl akacie-hunang
  • ½ dl kókosolía
  • 4 msk. skyr eða grísk jógúrt
  • 1 tsk. natron
  • ½ tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. kanill
  • 1 tsk. vanilluduft
  • 1/3 tsk. hafsalt
  • 2 dl bókhveiti
  • 30 g dökkt súkkulaði

Kakóskyrkrem:

  • 2 dl skyr
  • 1 msk. dökkt kakó
  • 1 tsk. vanilluduft
  • 1 msk. akacie-hunang

Skraut:

  • ½ banani
  • 20 g súkkulaði

Aðferð:

  1. Stappið bananana með gaffli og blandið þeim saman við öll „blautu“ hráefnin. Bætið því næst þurrefnunum út í og hrærið vel saman.
  2. Klæðið smelluform (20 cm) með bökunarpappír og hellið deiginu í formið. Bakið við 175° í 45-50 mínútur. Kakan er tilbúin ef þú stingur pinna í hana miðja og ekkert af deiginu kemur með. Kælið kökuna á rist.
  3. Hrærið skyr, kakó, vanillu og hunang saman í krem og smyrjið á kökuna. 
  4. Skreytið með bananaskífum og grófhökkuðu súkkulaði. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert