Heimagert Ferrero Rocher sem sló í gegn

Ferrero Rocher má fara að passa sig.
Ferrero Rocher má fara að passa sig. mbl.is/Sunna Gautadóttir

Konfektið Ferrero Rocher er nánast aldrei til á mínu heimili og það er mjög einföld ástæða fyrir því: Það hverfur á svipstundu! Þannig að ég ákvað bara að búa það til sjálf og sjá hvernig heimilisfólkinu líkaði við það. Í stuttu máli: Það elskaði Ferrero Rocher-ið mitt!

Það er meistarasnillingurinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir sem á heiðurinn að þessari uppskrift en hana er að finna í nýúkominni bók Lilju.

Ferrero Rocher

  • 1 bolli mulið ískex (helst með súkkulaðifyllingu)
  • 1 bolli saxaðar heslihnetur
  • ½- 3/4 bolli mjúkt Nutella
  • 1/3 bolli brætt dökkt súkkulaði
  • ½ tsk. brætt smjör
  • 1/3 bolli saxaðar heslihnetur

Aðferð:

Blandið ískexi, 1 bolla af helsihnetum og Nutella vel saman í skál. Blandan á að vera klístruð. Geymið blönduna í ísskáp í 30 mínútur og leyfið henni að jafna sig.

Búið til litlar kúlur úr blöndunni og raðið á smjörpappírsklæddan disk. Setjið þær inn í frysti og bíðið í 15 mínútur.

Bræðið dökka súkkulaðið og smjörið saman í örbylgjuofni í þrjátíu sekúndur í senn. Hrærið alltaf á milli hverra þrjátíu sekúndna. Bætið heslihnetunum út í.

Veltið frosnum kúlunum upp úr súkkulaðiblöndunni og setjið á smjörpappír á meðan þær storkna. Þetta er lítil uppskrift en það er lítið mál að tvöfalda eða þrefalda hana. Þessar er líka gott að fyrsta svo maður hafi alltaf smá kruðerí við höndina til að gúffa í sig!

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert