Kynna nýjan lit sem þykir afar líklegur til vinsælda

mbl.is/TheKitchn

Það virðist ekkert lát á nýjungum hjá Le Creuset en fyrirtækið er duglegt að kynna til sögunnar nýja liti sem til eru í takmarkaðan tíma. Þannig öðlast þessir gripir safngildi og þykir fremur svalt að eiga nokkurt úrval af slíkum dásemdum.

Nýjasti liturinn frá fyrirtækinu er djúpfjólublár og draumkenndur. Hefur liturinn fengið góðar viðtökur og þykir afar líklegur til að njóta mikilla vinsælda enda fjólublár í uppáhaldi hjá mörgum. 

Ekki hefur enn fengist staðfest hvort liturinn sé væntanlegur hingað til lands. 

mbl.is/LeCreuset
mbl.is/LeCreuset
mbl.is