Heimagerðar ilmstangir á 10 mínútum

mbl.is/Valdemarsro

Frískandi ilmur á heimilinu er alltaf dásamlegt. Ekkert jafnast á við nýþrifið hús og ilmstangir sem þú auðveldlega getur gert heima fyrir fáeina aura. Lavander-angan í svefnherbergið, appelsínu eða rósmarín í eldhúsið og sítrónuilmur á baðherbergið. Og þegar jólin nálgast kemur kanillinn sterkur inn. 

Heimagerðar ilmstangir

  • 1 falleg glerflaska
  • 8-10 grillspjót
  • 1 dl möndluolía eða baby-olía
  • 35-50 dropar ilmolía að eigin vali, t.d. lavander

Aðferð:

  1. Sjáið til þess að vera með hreina flösku. Hellið möndlu- eða baby-olíu í flöskuna. Setjið því næst ilmolíudropana. Komið trépinnunum í flöskuna og hrærið aðeins í blöndunni.
  2. Snúið pinnunum við daginn eftir og ilmurinn mun umleika húsið. Bætið við ilmolíu ef óskað er eftir meiri ilmi og munið að snúa pinnunum við annað slagið.
mbl.is/Valdemarsro
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert