Túnfiskborgari – prófa það í kvöld?

Fyrir þá sem þora í öðruvísi útgáfu af hamborgara er ...
Fyrir þá sem þora í öðruvísi útgáfu af hamborgara er túnfiskborgari málið. mbl.is/Winnie Methmann

Borgarar sem þessi er ekki eitthvað sem við heyrum oft talað um en eru glettilega góðir. Þessi uppskrift er með bragðgóðu hvítkálssalati sem gefur borgaranum ferskt útlit.

Túnfiskborgari með hvítkálssalati (fyrir 4)

 • 2 túnfiskdósir í olíu eða vatni
 • 2 egg
 • 1 dl haframjöl
 • Salt og pipar
 • 3 vorlaukar
 • Smjör eða olía til steikingar
 • 4 hamborgarabrauð

Hvítkálssalat:

 • 1 hvítkál
 • 1 rauðlaukur
 • 1 epli
 • 1½ dl skyr
 • 2 msk. majónes
 • 3 msk. eplaedik
 • 2 tsk. dijon-sinnep
 • 2 tsk. hunang
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Hvítkálssalat: Skolið og skerið salatið fínt. Skerið rauðlaukinn í þunnar skífur. Skerið eplið í mjög þunna báta. Hrærið saman skyri, majónesi, ediki, sinnepi, hunangi, salti og pipar. Blandið öllu saman í eina skál.
 2. Hellið olíu eða vatni af túnfiskinum. Blandið túnfiski saman við egg, haframjöl, salt og pipar. Skerið vorlaukinn í þunnar skífur og blandið þeim við túnfiskinn. Mótið 4 buff og steikið upp úr smjöri eða olíu á pönnu þar til þeir verða gylltir á lit.
 3. Hitið hamborgarabrauðin og setjið hvítkálssalatið á brauðin. Gott er að nota kryddjurtir með eins og dill, steinselju eða púrrulauk.
mbl.is