Bráðhollir Twix-fingur sem börnin elska

mbl.is/María Gomez

Þessa Twix-fingur er afar einfalt að gera og þeir smakkast dásamlega vel. Ekki skemmir fyrir að þeir gefa mikla orku og eru bráðhollir líka.

Bráðhollir Twix-fingur

Kexbotn

  • 2 bollar/170 g möndlumjöl
  • 1/2 bolli/70 g brasilíuhnetur
  • 1/2 bolli /40 g pekanhnetur
  • 3 msk agavesíróp
  • 3 msk kókósolía
  • 1 msk tahini
  • klípa af grófu salti

Aðferð

  1. Setjið hnetur í blandara og malið smátt.
  2. Bætið við afganginum af hráefnunum í botninn og malið saman í blandaranum þar til frekar klístrað og þétt (ekki samt massi).
  3. Setjið í eldfast mót með smjörpappa ofan í sem nær upp á hliðarnar líka (til að geta kippt þeim upp úr).
  4. Setjið í frysti meðan karamella er búin til.

Karamella

  • 2 bollar/340 g mjúkar döðlur (helst Medjool)
  • 2 msk kókósolía
  • 1 bolli möndlumjólk
  • 1 tsk vanilluduft
  • 1-2 tsk gróft salt

Aðferð

  1. Setjið allt saman í blandara og byrjið á að setja fyrst bara 1 tsk af salti.
  2. Blandið í mínútu eða þar til orðin er til brún og þykk karamella. Smakkið til og bætið við salti ef þið viljið hafa hana salta.
  3. Blandið aftur og ef hún er of þykk bætið þá við ögn af vatni.
  4. Takið nú botninn úr frysti og smyrjið karamellunni ofan á.
  5. Sett aftur í frysti í um 3 klst.

Súkkulaði ofan á

  • 1 bolli dökkt bökunarkakó
  • 1 bolli kókósolía
  • ½ bolli agavesíróp eða hlynsíróp

Aðferð

  1. Bræðið kókósolíu í vatnsbaði.
  2. Blandið næst öllu saman og hrærið í skál með gaffli þar til silkimjúkt og kekkjalaust.
  3. Takið botn og karamellu úr frysti og skerið í litla fingur eða stykki.
  4. Hellið súkkulaðinu yfir og það mun harðna strax.
  5. Geymið stykkin alltaf í frysti en gott er að taka þau út eins og 10 mínútum áður en þau eru borðuð.
Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert