Svona færðu góða lykt þegar þú ryksugar

mbl.is/

Ryksugur eru alla jafna ekki þekktar fyrir að gefa frá sér góða lykt meðan þú ryksugar en hörðustu hreingerningasérfræðingar hafa fundið einfalda leið til að ryksugan ilmi eins og indæll vormorgunn eða hér um bil. 

Aðferðin er fremur auðveld. Ryksugaðu upp til dæmis þurrkuð blóm eins og potpouri og lyktin mun dreifa sér. Sumir nota ilmkúlur og einn klippti niður ilmstaut úr bíl og tróð í ryksugupokann. Þið náið hugmyndinni. Passið bara að ryksuga ekki of mikið af herlegheitunum þar sem lyktin getur orðið of sterk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert