Eftirrétturinn sem má borða í morgunmat

Silvía matur grænmetisréttir Silvía Carvalho er mikill meistarakokkur og sýnir …
Silvía matur grænmetisréttir Silvía Carvalho er mikill meistarakokkur og sýnir hér sannkallaða meistaratakta. ValgardurGislason,Valgarður Gíslason
400 ml kókos-, möndlu- eða kasjúhnetumjólk.

6 msk. chia-fræ

2 msk. hunang (hér má nota aðra sætugjafa ef vill)

bláber, brómber, jarðarber og minta

Aðferð

1. Blandið saman chia fræjum, mjólk og hunangi.

2. Hrærið vel saman. Þegar búðingurinn er vel blandaður skal láta hann standa í 5 mínútur. Hrærið síðan aftur uns allir kekkir eru farnir. Setjið plastfilmu eða lok á skálina og setjið í ísskápinn. Æskilegt er að láta blönduna bíða í 1-2 tíma en best er að undirbúa hana kvöldinu áður og láta hann bíða í kæli yfir nótt.

3. Setjið búðinginn í skálar áður en hann er borinn fram og setjið berin ofan á.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert