Ávaxtaveisla sem börnin elska

mbl.is/SpisBedre

Frosið ávaxtasalat hljómar kannski undarlega, en það er akkúrat svona sem þú færð krakkana til að borða heilan regnboga af ávöxtum.

Frosnir ávextir á pinna (6 stk)

  • 1 kíví
  • 1 plóma
  • 4 jarðarber
  • 50 rifsber eða bláber
  • 3 dl ylliblómasaft (elderflower) eða annars konar saft
  • 6 íspinnaform og trépinnar

Aðferð:

  1. Skrælið kívíið og skolið plómuna og jarðarberin. Skerið í þunnar skífur.
  2. Fyllið ísformin með ávöxtum og berjum og hellið saftinni út í.
  3. Stingið trépinnum í og látið í frysti að lágmarki 5-6 tíma eða yfir nótt. 
mbl.is