Sjúklegir sykurpúðar frá systur lakkrískóngsins

Sykurpúðar eins og þig hefur dreymt um.
Sykurpúðar eins og þig hefur dreymt um. mbl.is/The Mallows

Sælgætissystkinin Johan og Emma Bülow gefa öðrum varla séns þegar kemur að munnbitum sem kæta bragðlaukana. Eins og flestir vita er Johan þekktur lakkrískóngur sem setti allt á hliðina er hann kynnti nýju vörurnar sínar fyrir rúmum tíu árum.

Litla systir hans, hún Emma, starfaði hjá bróður sínum við lakkrísgerð þegar hún ákvað að demba sér út í stóru laugina og setti á markað bragðgóða sykurpúða. Fyrirtækið hennar heitir The Mallows og framleiðir sykurpúða með ýmsum bragðtegundum, til að mynda með pipardufti og súkkulaði.  

Og það er alltaf að koma eitthvað nýtt á markað til að halda neytendum eins og okkur á tánum. Nýverið kom „Mallow-bar“, fáanlegt ýmist með vanillu- eða lakkrísbragði, húðað með dökku súkkulaði – nokkuð sem við verðum að smakka. Hafið einnig augun opin fyrir jólin því bragðmikið jóladagatal verður fáanlegt frá The Mallows.

mbl.is/The Mallows
Umbúðirnar eru virkilega skemmtilegar.
Umbúðirnar eru virkilega skemmtilegar. mbl.is/The Mallows
Nýjasta nýtt frá The Mallows - Mallow bar með vanillu …
Nýjasta nýtt frá The Mallows - Mallow bar með vanillu eða lakkrísbragði, húðað með dökku súkkulaði. mbl.is/The Mallows
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert