Nýir haustlitir frá Eva Solo

Nýjir haustlitir frá Eva Solo voru að lenda í verslunum …
Nýjir haustlitir frá Eva Solo voru að lenda í verslunum - einstaklega fallega blár tónn í vörunum frá þeim. mbl.is/Eva Solo

Danska hönnunarfyrirtækið Eva Solo er vel þekkt fyrir fallegar vörur í eldhúsið sem tekið er eftir. Ofur smart vatnsflöskur, kaffikönnur, pottar og pönnur svo eitthvað sé nefnt er á þeirra snærum og margt af því orðið vel þekkt klassík.

Nýverið kynnti fyrirtækið nýja liti í vörulínu sína sem er innblásin af náttúrunni, liti sem endurspegla haustkvöldin sem óðum nálgast þessa dagana. Nýju litirnir heita „Warm grey“ og „Steel blue“ en þeir lentu í verslunum fyrsta dag þessa mánaðar.

mbl.is/Eva Solo
mbl.is