Pítsan sem ærir bragðlaukana

mbl.is/María Gomez

María Gomez galdrar hér fram pítsu sem er óður til beikonrúllunnar góðu sem flestir Íslendingar ættu að kannast við. Einföld er hún í grunninn; tilbúið deig og svo nóg af djúsí hráefni. Þessi virði að prófa og takið eftir að María forbakar deigið eins og ég!

Matarbloggið hennar Maríu er hægt að nálgast HÉR.

Pítsan sem ærir bragðlaukana

 • Ikea-pítsudeig (mér finnst það mjög gott)
 • rifinn mozzarella
 • havartiostur
 • grænn gæðaaspas
 • beikon
 • matarolía (má sleppa ef vill)
 • roasted garlic and pepper frá Santa María (má sleppa)

Aðferð:

 1. Fletjið pítsudeigið út og forbakið það í 4-5 mínútur. Stingið göt á deigið áður en það fer inn í ofninn svo það blási ekki upp. Athugið ekki setja neina pítsusósu.
 2. Penslið endana með matarolíu og kryddið þá með Santa María-hvítlaukskryddinu
 3. Setjið svo í hlutföllunum 50/50 mozzarella- og havartiost. Ég kaupi íslenskan havartí og ríf hann niður í rifjárni.
 4. Setjið næst aspasinn á pítsuna.
 5. Klippið beikonið niður í þrjá búta hverja sneið og raðið því hráu á pítsuna, magn eftir smekk.
 6. Bakið svo pítsuna á 200°C í 10-15 mínútur eða þar til gullinbrún.
mbl.is/María Gomez
mbl.is