Ingibjörg sá um hönnunina - Jón um matinn

Kristinn Magnúsosn

Í Urðarhvarfi í Kópavoginum reka hjónin Jón Arnar Guðbrandsson og Ingibjörg Þorvaldsdóttir veitingastaðinn Pure Deli. Staðurinn þykir einstaklega vel heppnaður útlitslega séð auk þess sem maturinn þykir til háborinnar fyrirmyndar.

Það sem athygli vekur er að Pure Deli er hluti af þróun sem er að eiga sér stað í veitingamenningu landsins þar sem veitingamenn eru í síauknum mæli að færa sig úr miðborginni yfir í úthverfin.

Kristinn Magnúsosn

Það er eitthvað svo eðlilegt að geta rölt að heiman og fengið sér að borða. Að það þurfi ekki alltaf að setjast upp í bíl og aka niður í bæ. Jón Arnar er sammála blaðamanni hvað þetta varðar enda hafa viðtökurnar verið betri en bjartsýnustu menn þorðu að vona.

„Það er alltaf nóg að gera og við finnum að fólk er ánægt með að hafa veitingastað í hverfinu. Þá ekki síst veitingastað þar sem boðið er upp á hollan og góðan mat, en það er algjört lykilatrið hjá okkur.“

Kristinn Magnúsosn

Nýlega byrjuðu þau með djúspakka og hafa nú vart undan. Þetta er alveg ótrúlegt og greinilegt að fólk er ánægt með þetta. Jón segist nánast vera að gera djúsana allan daginn, en viðskiptavinurinn fær afhentan 3-5 daga skammt eftir því hvað hann pantar sér.

„Við finnum það líka að fólk er að pæla í hvað það lætur ofan í sig. Fólk vill hollustuna en bragðið þarf að vera gott. Ég hef verið að gera alls konar tilraunir og þróa mig áfram og ég held að útkoman standi alveg fyrir sínu. Í það minnsta gætum við ekki verið ánægðari með viðtökurnar og þökkum kærlega fyrir okkur."

Kristinn Magnúsosn
Kristinn Magnúsosn
Kristinn Magnúsosn
Kristinn Magnúsosn
Kristinn Magnúsosn
Kristinn Magnúsosn
Kristinn Magnúsosn
Kristinn Magnúsosn
Kristinn Magnúsosn
Kristinn Magnúsosn
Kristinn Magnúsosn
Kristinn Magnúsosn
Kristinn Magnúsosn
Kristinn Magnúsosn
Jón Arnar Guðbrandsson.
Jón Arnar Guðbrandsson. mbl/Arnþór Birkisson
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »