Heimagerðir brauðteningar á 15 mínútum

Það er sára einfalt að gera brauðteninga og svo smakkast ...
Það er sára einfalt að gera brauðteninga og svo smakkast þeir líka miklu betur en keyptir út í búð. mbl.is/Ditte

Stökkir brauðteningar eru ómissandi í salatskálina en þeirra má einnig njóta út á súpu. Það er nánast alveg sama hvaða brauðafganga þú notar því þetta verður alltaf betra en búðarkeyptir brauðteningar. Það fer síðan allt eftir því hversu mikið brauðteningarnir eru ristaðir hversu lengi þeir duga – því stökkari, því lengur halda þeir sér.

Stökkir brauðteningar

  • 2-3 sneiðar af dagsgömlu brauði
  • 3 msk ólífuolía
  • 1 tsk þurrkað timían eða ferskt
  • 1 tsk flögusalt
  • pipar

Aðferð:

  1. Skerið brauðið í litla teninga og veltið þeim upp úr ólífuolíu, salti, pipar og timían.
  2. Steikið teningana á heitri pönnu eða bakið í ofni við 200° í 15-20 mínútur þar til þeir eru orðnir stökkir.
  3. Leyfið þeim að kólna áður en þeir eru bornir fram. Geymið afganginn í lofttæmdu íláti.
mbl.is