Sætustu smákökur í heimi

Þær eru ómótstæðilegar smákökurnar frá Vickie Liu.
Þær eru ómótstæðilegar smákökurnar frá Vickie Liu. mbl.is/Vickie Liu

Það er svo auðvelt að gleyma sér í að skoða fallegar heimasíður, en ein af þeim er síða sem hin ástralska Vickie Liu heldur úti – vickieliu.com. Ótrúlegustu smákökur er þar að finna í alls kyns útgáfum sem þig óraði ekki fyrir að væru til.

Það leynir sér ekki að Vickie er ótrúlega listræn enda með bakgrunn í arkitektúr en hún tekur jafnframt allar myndir af kökunum sjálf. Orðspor hennar hefur breiðst út og stórfyrirtæki á borð við Food Network, Olympus, Nintendo, Fanta og Disney hafa öll leitað til hennar með verkefni. Fyrir utan öll þau tímarit og bloggsíður sem hún hefur komið nálægt. Maður getur ekki annað en brosað við að sjá þessar ofurkrúttlegu smákökur.

mbl.is/Vickie Liu
mbl.is/Vickie Liu
mbl.is/Vickie Liu
mbl.is/Vickie Liu
mbl.is/Vickie Liu
mbl.is/Vickie Liu
mbl.is/Vickie Liu
mbl.is/Vickie Liu
mbl.is