Sunnudagslambið tekið á næsta stig

Þessi uppskrift er alveg hreint keppnis...
Þessi uppskrift er alveg hreint keppnis... mbl.is/Bon Appetit

Góð lambasteik er akkúrat það sem tíðin kallar á og hér gefur að líta nokkuð einfalda en alveg hreint ævintýralega góða útgáfu sem engan ætti að svíkja. Flóknar en ákaflega snjallar bragðsamsetningar einkenna réttinn sem er upp á tíu!

Lambaframhryggur með sítrus- og fennelsalati

  • ½ lambaframhryggur (u.þ.b. 2 1/2 kg)
  • 6 hvítlauksrif, fínt söxuð, plús tvö skorin í fjóra bita
  • 2 tsk extra virgin ólífuolía
  • 1 tsk malaður rauður pipar
  • 1 tsk appelsínubörkur, fínt rifinn, og nokkrar gróft rifnar ræmur
  • 2 msk fínt saxað rósmarín, og meira til að bera fram með
  • 1 bolli þurrt hvítvín
  • 6-8 litlar appelsínur, nokkrar tegundir (t.d. blóðappelsínur, mandarínur o.fl), afhýddar og brytjaðar smátt
  • 1 stórt fennel, blöðin með, þunnt sneitt
  • 2 tsk ferskur sítrónusafi


Hitið ofninn í 150°C. Skerið djúpar rifur (½ cm) í kross í kjötið, spennið þær í sundur og kryddið ríkulega með salti og pipar.
Setjið saxaðan hvítlauk, ólífuolíu, rauðan pipar, rifinn appelsínubörk og 2 msk rósmarín í litla skál, blandið vel saman og nuddið inn í rifurnar á kjötinu og yfir allt kjötið. Látið það síðan í ofnskúffu eða bakka (má gjarnan láta standa í sólarhring áður en það fer í ofninn).
Raðið stóru hvítlauksbitunum (sárið niður), og appelsínubarkarræmunum kringum kjötið. Hellið víninu í bakkann og hyljið með álpapír. Eldið þar til kjötið losnar frá beinunum, u.þ.b. 5 klst. Takið út úr ofninum og látið standa undir álpappír í hálftíma.
Setjið sítrónusafann í skál, appelsínubitana og fennelið út í og saltið ofurlítið.
Fjarlægið kjötið af beinunum, hafið bitana stóra, og komið því fyrir á fati ásamt sítrusávöxtum og fenneli. Dreifið rósmaríni yfir ásamt kjötsafanum. 

Heimild: Bon Appetit!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert