Trébretti í eldhúsið eru algjörlega málið

Bretti þurfa ekki alltaf að vera með beinar línur eins ...
Bretti þurfa ekki alltaf að vera með beinar línur eins og sjá má hér. mbl.is/est

Eldhúsið er eitt mest notaða rýmið í húsinu og þar má alveg vera fínt. Sumir nota plöntur til að skreyta en aðrir hengja upp myndir. Hér eru nokkrar hugmyndir um hvernig má punta með viðarbrettum sem setja hlýjan blæ á eldhúsið.

Galdurinn er að finna bretti mismunandi að lögun og áferð  reynið að velja bretti sem eru ekki mjög illa farin. Síðan er málið að stilla stærsta brettinu aftast upp við vegginn og byggja þannig upp.

Falleg viðarbretti eiga heima upp á borði líka þegar þau ...
Falleg viðarbretti eiga heima upp á borði líka þegar þau eru ekki í notkun. mbl.is/Bon appetit
Hér er búið að dreifa úr brettunum og eru þau ...
Hér er búið að dreifa úr brettunum og eru þau hlið við hlið. mbl.is/Pinterest
Hér fær langa brettið að liggja eftir borðplötunni og græn ...
Hér fær langa brettið að liggja eftir borðplötunni og græn planta setur punktinn yfir i-ið. mbl.is/Pinterest
Nokkrir litatónar í brettunum hérna og stóri blómapotturinn er dásamlegur.
Nokkrir litatónar í brettunum hérna og stóri blómapotturinn er dásamlegur. mbl.is/Pinterest
Fallegt er að raða nokkrum brettum saman í mismunandi áferðum.
Fallegt er að raða nokkrum brettum saman í mismunandi áferðum. mbl.is/Nina Holst
Skemmtileg lögun á þessum brettum.
Skemmtileg lögun á þessum brettum. mbl.is/Stylizimo
mbl.is