Matur
| mbl
| 10.9.2018
| 19:42
| Uppfært
11.9.2018
11:58
Stórtíðindi frá finnska merkinu Iittala
Það er óþarfi að kynna Iittala eitthvað frekar en ein þekktasta vörulína þeirra, Ultima Thule, fagnar 50 ára afmæli í ár og af því tilefni er hún framleidd í lit – eitthvað sem aldrei hefur sést áður. Enn og aftur fáum við að sjá þennan dimmbláa lit „rain“ í nýjungum haustsins en hann þykir frekar móðins í hönnunarheiminum í dag.
Vörurnar eru hannaðar af Tapio Wirkkala og eru eitt af vinsælustu verkum hans. Innblástur hans má rekja til bráðnandi ísbjerg á norður Lapplandi. Dramatískt en satt! Þúsundir stunda fóru í að hanna rétta munstrið sem myndi endurspegla glerið þannig að birta og skuggi myndu falla rétt að.
Nýji liturinn heitir „rain“, en blái liturinn er að koma víða við í nýjungum haustsins.
mbl.is/Iittala