Góð redding ef þú átt ekki plöstunarvél

Nú getur þú plastað allt sem hugurinn girnist.
Nú getur þú plastað allt sem hugurinn girnist. mbl.is/(Un)Original Mom (com)

Ef þú ert ein/n af þeim örfáu sem misstu af plöstunarvélinni á ofur-tilboðinu í Costco þá mun þessi frétt gleðja þig. 

Þannig er nefnilega mál með vexti að það er ekkert mál að plasta myndir og annað fínirí heima án þess að eiga forláta innflutta plöstunarvél.

  • Þú þarft reyndar að eiga plastvasana góðu en þeir fást í flestum ritfangaverslunum. 
  • Settu myndina í og viskustykki yfir. 
  • Straujaðu svo varlega yfir og viti menn... þetta er jafn auðvelt og að strauja perlur. 
mbl.is