LKL-morgunverður einkaþjálfarans

Hér kemur ekta LKL-morgunverður eða lágkolvetna-morgunverður úr smiðju Önnu Eiríks. Hann inniheldur bara egg, lárperu, spínat og tómata og bragðast dásamlega. „Ég myndi persónulega bæta við góðri súrdeigsbrauðsneið þegar ég myndi vilja fá meiri orku en þá er hann ekki lengur LKL-morgunverður heldur bara hollur og góður morgunverður sem gefur góða orku fyrir daginn. Finndu hvað hentar þér best en ef þú ert að reyna að forðast kolvetni, þá er þetta morgunverður fyrir þig,“ segir Anna um morgunverðinn og það er ekki annað hægt en að prófa þessa dásemd.

LKL-morgunverður

  • Fyrir: 1
  • Undirbúningur: 5 mínútur

Innihald

  • egg
  • 1/2 lárpera
  • væn lúka spínat
  • nokkrir kirsuberjatómatar
  • smá jómfrúarolía (extra virgin olive oil)
  • salt & pipar

Aðferð

Setjið væna lúku af spínati á disk, spælið egg og setjið ofan á spínatið. Skerið hálfa lárperu í sneiðar og setjið á diskinn, hellið smá jómfrúarolíu yfir og saltið og piprið að vild. Setjið nokkra kirsuberjatómata á diskinn til þess að gera réttinn ennþá ferskari.

mbl.is